Leiguskilmálar

Allur texti og verð eru birt með fyrirvara um breytingar

  1. Ekki þarf að greiða fyrir búnað fyrr en búnaðurinn er afhentur
  2. Almennt þarf að sækja allan búnað nema annað sé tilgreint í pöntun. Hægt er að panta flutning á öllum búnaði en því fylgir almennt aukalegur kostnaður
  3. Afbóka skal með 24 tíma fyrirvara til að komast hjá því að greiða fyrir leigu. Afbókanir fara fram í gegnum netfangið [email protected]
  4. Á afhendingardegi skal sækja búnað á milli kl. 17:30-18:30 á virkum dögum og kl. 12:00-13:30 um helgar nema annars sé óskað og samþykkt af hálfu Leiguveraldarinnar
  5. Á skiladegi skal skila búnaði á sama stað og hann var sóttur á milli kl. 16:30-17:30 á virkum dögum og á milli kl. 12:00-13:30 um helgar nema annars sé óskað og samþykkt af hálfu Leiguveraldarinnar
  6. Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma þá skal greitt fyrir fullt leiguverð fyrir hvern liðin dag frá skiladegi
  7. Ef þú hefur hug á leigu í tvo daga eða í lengri tíma mátt þú endilega hafa samband í tölvupósti eða símleiðis og við gerum þér tilboð nema að annað sé tilgreint á heimsíðu
  8. Ábyrgð og áhætta á leigðum búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar búnaður er afhentur viðskiptavini
  9. Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin þá er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast
  10. Öllum vörum/búnaði skal skilað hreinum. Ef því er ekki sinnt skal greiða 5.000 kr. þrifagjald