Polaroid Myndavél Now+ Gen 2
Fangaðu augnablikið með Polaroid Now+ Gen 2 myndavélinni sem framkallar hágæða 8,9 x 10,8 cm ljósmyndir um leið og mynd er tekin.
Þessi nýja útgáfa frá Polaroid er með Bluetooth tengigetu sem býður upp á skemmtilega möguleika með notkun í appi. Myndavélin er með Dual Lens Autofocus kerfi sem gefur þér skýrari myndir og nákvæmu flassi sem hjálpar þér að taka góðar myndir í lítilli birtu. Til að toppa þetta er 9 sek tímastillir á vélinni þannig allir geta verið með. Myndavélin er hlaðin með USB-C snúru sem fylgir með.
Myndavélin virkar með i-Type filmum (8,9 x 10,8 cm pappír) en framköllun tekur um 10-15 mín. Hægt er að kaupa filmur með samhliða pöntun á vélinni og kostar hver 8 stk pakki 2.500 kr.