Velkomin í Leiguveröldina

Með okkur sparar þú bæði peninga og pláss

Hvert er tilefnið?

Veldu búnað sem hentar þínu einstaka tilefni

Stemming

Hér finnur þú skemmtilegan búnað til að toppa partýið, barnaafmælið, hópeflið og matarboðið

Ferðalag & Útivist

Ef að þú ert að fara ferðast eða njóta útiverunnar ættir þú að finna eitthvað við þitt hæfi hér

Barnið

Alls konar búnaður fyrir blessuð börnin sem nýtist ýmist til langs eða skamms tíma

Heimilið & Garðurinn

Á að fara taka til hendinni heima fyrir? Hér finnur þú alls konar græjur sem gætu komið að góðum notum

Afsláttapakkar

Algengar spurningar

  • 1. Panta

    Til að leigja búnað er fyrsta skrefið að setja í körfu það sem leigja skal. Passa þarf að afhendingardagur og skiladagur séu réttir. Inni í körfunni er einnig hægt að bæta við heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins en annars sér leigjandi um að sækja og skila pöntuninni. Næsta skref er að smella á Ganga frá pöntun. Pöntunin er svo kláruð þegar búið er að fylla inn viðeigandi upplýsingar og smella á Staðfesta pöntun - Greitt við afhendingu. Ef pöntunin tókst ætti viðkomandi að fá staðfestingarpóst þess efnis.

    2. Leigja

    Pöntunin er afhent kl. 17:30-18:30 á afhendingardegi ef virkur dagur en kl. 12:00-13:30 ef helgi. Ef ekki var óskað eftir heimsendingu þá er hún sótt til okkar en annars er hún send á uppgefið heimilisfang. Greiðsla fer fram við afhendingu. Ef einhverjar spurningar vakna á meðan leigutímabili stendur er alltaf hægt að hafa samband við okkur. Einnig er hægt að nálgast helstu upplýsingar um leigðan búnað ásamt notkunarleiðbeiningum inni á síðunni okkar. 

    3. Skila

    Pöntuninni skal skilað kl. 16:30-17:30 á skiladegi ef virkur dagur en kl. 9:30-11:00 ef helgi. Ef ekki var óskað eftir heimsendingu þá er henni skilað til okkar en annars er hún sótt á sama heimilsfang og hún var afhent á. Þar með lýkur leigutímabilinu.

  • Ef að búnaður verður fyrir tjóni á meðan þú ert að leigja hann biðjum við þig um að hafa samband við okkur eins skjótt og auðið er. Við metum alvarleika tjónsins og þér gæti verið gert að greiða fyrir viðgerð á búnaðnum eða kaup á nýjum búnaði ef ekki er hægt að laga hann. Við mælum með að leigendur kynni sér leiguskilmálana okkar fyrir frekari upplýsingar. 

  • Ef að þú vilt bæta fleiri hlutum við pöntunina þína, taka eitthvað út eða gera aðrar breytingar þá biðjum við þig um að hafa samband eins skjótt og auðið er og við gerum okkar besta til að leysa málið. Vinsamlegast hafðu í huga að breytingarnar eru háðar framboði á hverjum tímapunkti og því er betra að heyra í okkur fyrr en seinna.

  • Við tökum glöð á móti öllum ábendingum um leigubúnað sem við gætum verið að gleyma. Láttu okkur endilega vita ef það er eitthvað sem þú saknar og það er aldrei að vita nema þú getir leigt það innan skamms. 

  • Átt þú lítið notaðan búnað sem er í topp standi og að aðrir gætu notið góðs af? Hafðu samband og það er aldrei að vita nema við séum tilbúin að kaupa hann af þér og stuðla þannig að minni sóun. 

  • Vefsíðan okkar er nýlega komin í notkun og við erum enn að fínstilla hlutina. Endilega láttu okkur vita ef þú lendir í vandræðum eða ert með ábendingar.